Heil og sæl kæru foreldrar og forráðamenn.
Í gær mættu rúmlega 80 stelpur í rosalegu stuði og tilbúnar í frábæra viku í Hlíðinni. Þetta er ekkert smá jákvæður og skemmtilegur hópur sem eru komnar hingar. Það var reyndar vægast sagt ömurlegt veður í gær hjá okkur, riging og rok en við fórum bara í leiki í íþróttahúsinu í staðinn fyrir útiveru. Stelpurnar fengu kjúlla í hádegismat og pítu í kvöldmat, dýrindiskökur í kaffinu og allir glaðir. Brennóupphitun hófst og nokkrar íþróttakeppnir, eins og minnisleikur og stigahlaup. Nokkrar fóru að föndra og aðrar að gera vinabönd. Á kvöldvöku voru svo fyrstu þrjú herbergin með atriði á kvöldvöku og skemmtum við okkur gríðarlega vel saman.
Á hugleiðingu var rætt um kvíða og hvað það væri eðlileg tilfinning að finna stundum til kvíða og það væri betra að biðja Guð um að vera með sér að gera það sem maður væri kvíðinn fyrir í staðinn fyrir að biðja um að fá að sleppa. Eftir hugleiðingu fóru stelpurnar að hátta, pissa og bursta og áttu svo að fara í leik til að finna út hver yrði bænakonan þeirra. Það var gríðarlega spennandi og gaman að þeim leik. Síðan fóru bænakonur inn á herbergi með sínum stelpum og spjölluðu við þær og komu þeim í rúmið. Flestir sofnaðir um 12, og nóttin gekk vel. Nokkrar vaknaðar fyrir 9 en margar enn sofandi þegar var farið að vekja. Aðstoðarforingjar vöktu með lögum og sprelli, síðan höfðu stelpurnar góðan tíma til að græja sig fyrir morgunmat. Eftir morgunmat var fánahylling, síðan Biblíulestur. Þá héldu íþróttakeppnir áfram og brennóalvaran byrjaði. Í hádegismat var hakk og spagettí og núna eru þær í göngu niður að réttum. 🙂 Frábær byrjun á góðum degi. Svo koma líklega myndir inn á eftir….
p.s einhverjir héldu að flokkurinn kláraðist á föstudaginn, en við komum kl 15 á Holtaveginn á laugardaginn. Ef stelpurnar verða sóttar hingað þá er gott að láta vita í símatíma ef það er ekki búið að því nú þegar.
b.kv. Hanna Lára, forstöðukona