Þá er komin fimmtudagur og veðrið var ekki eins gott og í gær en það er þurrt, skýjað og örlítið svalara. Við létum þó það ekki stoppa okkur í að fara í göngutúr niður í rétt eftir hádegismatinn (kjötbollur með kartöflumús og brúnni sósu). Hlíðarhlaupið var haldið í dag en það er keppni milli stelpna í léttu hlaupi niður að hliði. Eftir hlaupið var haldið áfram gangandi niður í rétt þar sem farið var í leiki, mikið stuð á stelpunum.
Brennókeppnin er í hámarki og eru nokkur herbergi dottin úr keppni og spennan magnast heldur betur. Kvöldmaturinn var mjög góður (Tortillur með hakki og grænmeti) og borðuðu stelpurnar mjög vel. Eftir mat þá var farið niður í kvöldvökusal þar sem síðustu herbergin sáu um kvöldvökuna. Söngur, dans og leikir voru sýnd á þessu skemmtilega kvöldi.
Bestu kveðjur úr Hlíðinni fögru