Fréttir úr Hlíðinni fríðu…. Eftir kvöldmat í gær, þriðjudag, var haldið á kvöldvöku þar sem þrjú herbergi sáu um og skemmtu stelpurnar sér mjög vel. Þaðan var svo haldið í kvöldkaffi sem var popp og djús að þessu sinni. Hugleiðing á sínum stað þar sem farið var yfir fyrirgefningu og hvað það er mikilvægt að kunna að biðja afsökunnar og breyta hegðun sinni, kunna að fyrirgefa öðrum og lifa í kærleika með virðingu fyrir öllum. Þar sem var búið að lægja mikið og sólin farina ð láta sjá sig, mátti fara út í læk að bursta. Bænakonur komu svo stelpunum á óvart með náttfatapartý sem sló verulega í gegn, dansað, sungið, sprellað og haft gaman. Fengu ís og lestur áður en haldið var í bælið, þreyttar og sælar eftir góðan dag. Örlítil heimþrá í sumum, sem er eðlilegt þegar maður er orðinn þreyttur eftir langan dag en þær voru fljótar að jafna sig og sofnuðu fljótt. Það var komið ró í húsið um miðnætti og sváfu lang flestar alveg til 9 þegar átti að vekja. Þær voru vaktar með tónlist og stuði og vöknuðu þær sem voru enn sofandi kátar og tilbúnar í annan góðan dag. Sólin skin hér hjá okkur, stelpurnar búnar að syngja fánann upp og fara á Biblíulestur. Núna eru brennóleikir, íþróttir og frjálst, föndur og fjör. Eftir mat verður svo farið í skemmtilega göngu. Myndirnar eru svo bara að detta inn fleiri og fleiri – fylgist endilega með okkur. *Nokkrar stelpur hafa áhyggjur af því að foreldrar þeirra viti ekki að við komum heim á laugardaginn ekki föstudaginn svo hér með skila ég því til ykkar Ef einhverjar verða sóttar upp í Vindáshlíð fyrr, þá þyrftum við að fá símtal um það svo við getum látið stelpuna vita og gert ráðstafanir með það.
Kærleikskveðjur, Hanna Lára forstöðukona