Sæl
Í gær komu 57 hressar stelpur til okkar í hlíðina mjög spenntar og hressar fyrir komandi flokki. Byrjað var eins og í öðrum flokkum að skipta í herbergi og koma sér fyrir. Fyrsti dagskráliður í þessum flokk var kaffitími, í kaffinu fengu þær jógúrtköku og ávexti. Næst tók við brennó, íþróttakeppnir, föndurherbergi opnaði og frjáls tími. Þegar þær mættu í kvöldmat voru foringjarnir búnir að klæða sig í Barbie búninga og nýtt þema hafið. Í kvöldmatinn var Mexíkönsk kjúklingasúpa með pasta. Í kvöldvöku var farið í capture the flag og viltu vinna milljón. Eftir kvöldvöku komu þær svo inn í heitt kakó og ávexti. Þurý foringi fór með hugleiðingu kvöldins og talaði hún um hversu mikilvægar við erum í augum Guðs. Í venjulegum flokki væru dagskráin búin hérna enn nú tók við bænakonuleit. Í þetta skipti fór hún fram svona, stelpurnar fengu 2 staðreyndir um sína bænakonu og þurftu svo að fara út að leita af henni, síðan kallaði umsjónarforinginn okkar þær saman fyrir utan og sagði þeim að bænakonurnar væru að fela sig inni hjá þeim. Það sem þær vissu ekki var að foringjarnir voru allar komnar í íþróttahúsið reddý með Barbie dansatriði, stelpurnar þurftu svo að giska hver þeirra bænakona er. Við enduðum svo daginn á notalegri stund með bænakonum og svo gekk öllum vel að sofna.
Þar sem þetta er unglingaflokkur þá er standandi morgunmatur frá 0930- 1100, þær voru samt vaktar um 10:15 með 80’s tónlist og búið að skreyta salinn í sama þema. Foringjar klæddar í litríkann fatnað sem tengdist áratugnum. Þegar allar voru reddý í daginn þá byrjuðum við á brennó,íþróttakeppnum, föndri og frjálsum tíma fram að hádegismat. Í matinn var pastasalat þar sem þær gátu valið sér sjálfar innihaldið. Í útiveru var svo sett af stað kökuskreytingakeppni þar sem öll herbergin fengu sér óskreyttann botn og áttu að skreyta hann saman, allar kökurnar voru fáranlega flottar og áttum við erfitt með að velja á milli. Þegar að það var búið að dæma keppnina fengu þær að borða sína köku. Næst tók við brennó, íþróttir, föndurherbergi og frjáls tími fram að kvöldmat. Í kvöldmatinn var grjónagrautur og sýndu foringjarnir atriði í matartímanum. Í kvöldvöku var svo Karaoke, Just dance og diskó brennó allt í anda 80’s. Í kvöldkaffinu tók á móti þeim ilvolg eplakaka og voru þær ekki ósáttar með það. Næst var hugleiðing þar sem Sóley foringi fór með sögu um heyrnalausa froskinn. Við enduðum á bænó enn dagskráinn er ekki alveg búin, þegar að stelpurnar voru að fara að sofa þá komu foringjarnir niður klæddar í náttföt og byrjuðu náttfatapartý. Eftir skemmtilegann dag fara allar glaðar að sofa og erum við mjög spenntar að halda áfram þessu ævintýri með þeim.
Hlíðarkveðja
Andrea Anna Forstöðukona.