Nýr dagur og stelpurnar vöknuðu og fengu hollann og góðan morgunmat. Eftir morgunmat fóru stelpurnar í fánahyllingu og síðan í biblíulestur. Í biblíulestri dagsins talaði forstöðukona um sköpunarsöguna og stelpurnar tóku þátt í söng og hlustun.
Eftir biblíulestur tóku við íþróttakeppnir og brennóleikir og þeir sem ekki voru að keppa gátu farið í föndur, spilað og leikið. Í hádegismat fengu stelpurnar fisk í raspi og franskar sem vakti mismikla lukku, en góður var nú samt fiskurinn. Í útiveru dagsins var farið í göngutúr í réttir sem eru við veginn við beygjuna upp í Hlíðina. Ferðin niður var nýtt í hið geisivinsæla Hlíðahlaup, en það er ein af íþróttakeppnum vikunnar. Þar fá allar stig hvort sem þær labba eða hlaupa en hraðasti tíminn vinnur keppnina. Í réttunum fóru stelpurnar í nokkra leiki og gengu svo til baka. Gangan til baka tók vel á fyrir suma, enda brekka uppá við nánast alla leið til baka, en þær voru þvílíkt duglegar. Og þegar stelpurnar komu inn beið þeirra gúrme möndlukaka og kryddbrauð.
Kvöldmaturinn vakti mikla lukku, en þær fengu mexíkó veislu með tortilla vefjum. Nokkur herbergi sáu svo um kvöldvöku dagsins, en þær hafa alveg frjálsar hendur með hvað þær gera. Hvort sem það er leikrit, tískusýning, söngur, dans eða hvað sem er. Nóg var hlegið og sungið, enda alltaf gaman á kvöldvökum. Kvöldið endaði svo á kvöldkaffi, hugleiðingu og stelpurnar fengu svo extra langann tíma með bænakonunum sínum í þetta sinn.
Frábær dagur <3
Hlíðarkveðjur
Marín Hrund
forstöðukona