Sæl öll!

Í dag var fjörugur og skemmtilegur dagur hjá okkur í Hlíðinni. Stelpurnar voru vaktar með tónlist í morgun, fóru svo og fengu klassískan Vindáshlíðarmorgunmat – morgunkorn, súrmjólk, hafragraut og tilheyrandi. Svo fóru þær á Biblíulestur þar sem við byrjuðum á að fræðast um Biblíuna, hvernig bók það væri o.s.frv. Svo töluðum við um að sýna hver annarri virðingu og að við værum allar ólíkar með mismunandi hæfileika. Stelpurnar drógu svo lítið prik með nafni á annarri stelpu í flokknum og skrifuðu hvatningu til hennar. Á morgun fá þær svo prik með sínu nafni með hvatningu. Eftir þetta tók við Brennó og íþróttakeppnir, keppt var í 90 gráðum og húshlaupi og var mikið stuð. Í hádeginu var svo steikur fiskur í rasi með kartöflubátum – þær borðuðu hann með bestu lyst. Eftir það fóru þær í göngutúr í réttir, þar var farið í leiki í góða veðrinu og mikið fjör. Stelpurnar komu svo heim í kaffi í ljúffenga súkkulaðiköku og kanillengjur. Svo var aftur farið í brennó og íþróttakeppnir ásamt því sem nokkur herbergi undirbjuggu atriði fyrir kvöldvöku.

Í kvöldmat fengur stelpurnar tortilla með hakki og alls kyns grænmeti og voru þær mjög ánægðar með matinn. Eftir mat var haldin kvöldvaka og skemmtu stelpurnar sér vel. Var þá komið að hugleiðingu þar sem við áttum saman rólega stund, sungum saman og ræddum um kvíða og ráð við honum. Eftir hugleiðingu héldu stelpurnar að komið væri að háttatíma en þá tók við þeim óvænt útihátíð á fótboltavellinum þar sem haldið var danspartý, hlustað á tónlist og foringjar sýndu atriði. Eftir þetta fengu stelpurnar ís, hlustuðu á sögu og áttu svo rólega stund í herbergjunum sínum.

Takk fyrir að lesa!

Kristjana