Runnin er upp veisludagur og nóg var um að vera í dag. Þessi dagur er ávallt haldin hátíðlegur hér í Vindáshlíð þar sem margt er um að vera. Stelpurnar byrjuðu daginn á morgunmat og fóru síðan upp að fána og þaðan í morgunstund með forstöðukonu sem var daglegt. Eftir það var farið í brennókeppni þar sem 4 herbergi voru að keppa, 1 og 2 sæti og 3 og 4sæti. Það má segja að keppnin í dag hafi verið eins og úrsláttakeppni á heimsmeistaramóti svo hörð var keppnin. Öll lið voru jöfn og mikil spenna var í báðum leikjum. Eftir hádegismatinn (plokkfiskur) var haldið af stað í gönguferð að fossinum Brúðarslæðu í frábæru veðri þar sem stelpur fengu að vaða og sóla sig. Þegar til baka var komið fengu stelpurnar að borða kaffitímann úti og var hann ekki að verri endanum en í boði var sjónvarpskaka og karmellu lengjur. Þvílíka gúmmilaðið sem kemur úr eldhúsinu hér í Vindáshlíð.
Eftir kaffi þá hófst hinn frægi vinagangur, en þar fá stelpurnar að bjóða upp á allskonar dekur. Sumar voru með naglalakk, aðrar með fléttur og meira kósý. Sumar vildu bara undirbúa sig fyrir veislukvöldið sjálft enda hátíðlegt kvöld framundan. Veislukvöldið sjálft hófst með því að við fórum saman upp í kirkju þar sem forstöðukonan átti stutta stund með þeim og foringjum. Síðan sungum við fánan niður og sungum síðan Vefa mjúka, alla leið niður að húsi. Þegar inn var komið fóru allar stelpurnar inn á herbergin sín og bænakonur sóttu þær síðan í myndatöku og síðan fengu þær að fara inn í veislusal. Yfir matnum voru afhentar viðurkenningar fyrir allar þær greinar sem tekið var þátt í og erum við alveg á því að þetta var met í viðurkenningum svo margar voru þær. Við ætlum nú ekki að útlista því hver fékk hvaða viðurkenningu hér enda þurfa stelpurnar að hafa eitthvað að segja þegar þær koma heim. Veislumaturinn var síðan Pizza ala Vindáshlíð.
Eftir matinn kom smá frjáls tími meðan foringjar settu upp allt fyrir veislukvöldvöku sem var hreint út sagt stórkostleg. Mikið grín, söngur og gleði voru orðin sem hægt er að nota. Skemmtilegt loka kvöld með frábærum stelpum.