Hæhæ öll
dagurinn í gær hélt áfram að vera frábær, gangan í réttirnar gekk vel og skemmtu stelpurnar sér vel þegar foringjar drógu þær í dilka eins og kindur í leik sem er margra ára gamall. Þær komu til baka og fengu nýbakaða vanilluköku og karamellulengjur sem stelpurnar voru vel sáttar við. Áfram hélt svo brennókeppnin sem er orðin virkilega spennandi og svo var jafnvægiskeppni, vinabönd og föndur.
Í kvöldmat var skyrbar þar sem stelpurnar gátu sett ávexti og heimagert granóla út á og voru þær heldur betur glaðar með það.
Kvöldvakan var í boði næstu fjögurra herbergja sem sáu um atriði og leiki og var mikið hlegið, sungið og sprellað.
Í hugleiðingu kvöldsins var sögð saga af froskum og tengt við líf okkar (spyrjið þær endilega um þessa sögu þegar komið verður heim).
Myndir halda áfram að koma inn og endilega fylgist með okkur 🙂
Þegar stelpurnar voru tilbúnar að fara í ró og voru að bíða eftir bænakonunum sínum þá allt ´í einu hófust mikil læti og þá var byrjað NÁTTFATAPARTÝ, þar sem var dansað og hoppað ofan á borðum, sungið hátt og haft mikið fjör. Stelpurnar voru virkilega sáttar, mikið partý, skemmtilegt leikrit og ís meðan lesið var fyrir þær sögu.
Þær voru smástund að ná sér niður fyrir nóttina en steinsofnuðu svo allar og voru sofandi þegar tónlist byrjaði kl 9 í morgun að vekja þær.
Í dag eru þær formlega orðnar Hlíðarmeyjar – en það er hefð fyrir því að það gerist eftir að hafa gist 3 nætur í röð í VIndáshlíð og er því fagnað með Kókópops í morgunmat.
Sóluin skín og erum við allar spenntar fyrir komandi degi þar sem við ætlum að vera mikið úti og halda okkar eigin Ólympíleika og keppa saman í skemmtilegum þrautum/íþróttum.
Lasagna í hádegismat og píta í kvöldmat – ætlum að maka á okkur sólarvörn og drekka nóg af vatni og njóta dagsins eins og hægt er úti.
Sólarkveðjur, Hanna Lára forstöðukona og sætu foringjarnir