Góðann daginn, nóttin gekk vel og stóðu þær sig allar eins og hetjur í gærkvöldi. Stelpurnar voru vaktar með Latibæjar tónlist. Í morgunmatnum var boðið uppá morgunkorn, súrmjólk og hafragraut. Beint eftir það fóru þær uppá fána og svo í biblíulestur. Í dag lærðu þær um Gullnu regluna og hvernig við getum nýtt okkur hana í daglegu lífi. Stelpurnar voru mjög áhugsamar og spurðu margar skemmtilegra spurninga. Næst tók við frjáls tími og þá var í boði brennó, íþróttakeppni, föndur og vinabönd. Í hádegismatinn fengu þær svo einn besta grjónagraut sem ég persónulega hef fengið. Í útiveru dagsins fóru stelpurnar í göngu að réttunum sem eru nálægt okkur. Í réttunum fara þær í leiki og svo mæta þær beint í kaffitíma. Lilja bakarinn okkar var búin að baka ljúffenga Lenuköku og kryddbrauð. Eftir kaffi tók við Veislukvölds dagskrá, það sem stelpurnar eru mest spenntar yfir á þeim degi er vinagangurinn. Á vinagangi fá stelpurnar að setja upp stöðvar inni hjá sér þar sem foringjar og aðrar stelpur í flokknum fá að kíkja í heimsókn inní herbergin. Áfram hélt veislukvöldið og næst var farið í Hallgrímskirkju í kjós, þar sem ég sagði þeim söguna af kirkjunni okkar og hvernig hún endaði hjá okkur. Næst stilltu þær sér upp fyrir myndatöku með sínum bænakonum og fengu sér svo pizzu saman. Næst á dagskrá var svo hin víðfræga veislukvöldvaka þar sem stelpur og foringjar fóru á kostum. Við enduðum svo daginn á hugleiðingu þar sem Ásta foringinn okkar sagði þeim sögur og svo fóru þær beint á bænó með sinni bænakonu.
Við í Hlíðinni eru mjög glaðar með þennan hóp og öllum gullkornum sem hafa komið frá þeim.
Kærleikskveðjur
Andrea Anna Forstöðukona
P.s við mætum á Holtaveg um 14:45-15:00 á morgun