Annar dagur flokksins var skemmtilegur. Á Biblíulestri var farið yfir sögu Vindáshlíðar, sungnir Vindáshlíðarsöngvar og við æfðum okkur í að fletta upp í Biblíunni. Svo var frjáls tími, brennó, íþróttir og föndur. Í hádegismat var fiskur. Eftir hádegi var Vindáshlíð top model, þá hanna stelpurnar kjól úr ruslapoka, mjög skemmtilegt. Í kaffi voru súkkulaðibitakökur og bananabrauð. Eftir kaffi var frjáls tími, brennó, föndur og íþróttir. Í kvöldmat voru kjötbollur og kartöflumús. Eftir kvöldmat var horft á landsleik Íslands og Noregs. En fyrir þær sem vildu ekki horfa á leikinn var líka í boði að taka þátt í spurningakeppninni Éttu Pétur. Síðan var kvöldkaffi, hugleiðing og bænakonur komu inn á herbergin – eða það héldu stelpurnar þangað til að bænakonurnar komu hlaupandi og sungu „Hæ hó jibbí jey, það er komið náttfatapartý“. Það var komið að náttfatapartýi flokksins og þar var mikið stuð. Það var dansað í matsalnum, foringjarnir voru með skemmtiatriði og svo var endað á íspinna og spjalli við forstöðukonur um hitt og þetta. Ansi skemmtilegur dagur að baki og alltaf nóg að gera í Hlíðinni.

Kveðja María og Pálína forstöuðkonur