Góðan og blessaðan daginn!!

Vá – þvílíkar gleðisprengjur sem þið eigið kæru foreldrar – svo jákvæðar og duglegar – til í allt og nú skín sólin skært á okkur hér í Kjósinni. Veisludagur sem lendir á Gaypride og auðvitað fögnum við fjölbreytileikanum með litríkum fötum, andiltsmálingu, skreytingum, söng og hífa hinseiginfánan að húni.

Dagurinn í gær gekk glimmrandi vel – síðustu herbergin héldu skemmtilega kvöldvöku eftir að búið var að ganga í réttirnar og fara í leiki. Í kvöldmat var mexicosúpa með osti, snakki og sýrðum.

í hugleiðingu ræddum við um að þó að við villtumst einhverntímann af leið þá væri alltaf hægt að koma til baka, bæta sig og biðja um fyrirgefningu.

Það gekk mjög vel að fara að sofa og sváfu allir eða vel flestir vel og lengi.

Í morgun fórum við í skrúðgöngu upp að fána, sungum „ég er eins og ég er…“ á meðan við hífðum upp gayprde- fánann okkar. Síðan fórum við á fótboltavöllinn að stilla okkur upp sem LOVE – gekk ágætlega – þið metið það eftir myndunum sem ég mæli særlega með að skoða eftir daginn í dag.

Allar eru í íþróttahúsinu núna að horfa eða keppa undanúrslit og úrslit í brennó! Snilldar – dagur framundan.

Mæli með að skoða þetta myndband frá þjóðkirkjunni – saman ætlum við að verða hermenn kærleikans og vinna heiminn þannig. (það má dreyma og vona). https://www.facebook.com/reel/774809595708180

Gleði og kærleiksknús úr Vindáshlíðarparadísinni.
Hanna Lára, forstöðukona