Hæhæ… við eigum að leggja af stað kl 14 en ætlum að reyna að fara aðeins fyrr af stað ef verður hægt því það er vegavinna við Holtaveg og rúturnar stoppa á Sunnuvegi – og næstu sumarbúðir eiga að koma kl 15 og síðutu 15.30 en svo að allt gangi vel þá þurfa foreldrar að mæta tímanlega – aðstoða börn við að taka farangurinn sinn úr rútunum og koma sér sem fyrst af svæðinu svo að foreldra næstu sumarbúða geta komist á svæðið og að farangur ruglist ekki saman. Passa að leggja bílum ekki í Sunnuveg heldur annað hvort við skólann eða á planinu okkar við Holtaveg – afsakið innilega þetta fyrirkomulag en við höldum að þetta muni ganga mjög vel ef allir hjálpast að. Veisludagur – veislukvöld – dásamlega skemmtilegt allt…

Núna er foringjabrennó við brennómeistara áður en við grillum pylsur í hádegismat og förum að pakka niður.

Munið að skoða myndirnar okkar – ein mynd segir meira en þúsund orð!!

Hlökkum til að sjá ykkur á eftir á Holtaveginum 🙂

Bestu kveðjur Hanna Lára forstöðukona