Sala á jólatrjám

Árlega í byrjun desember er jólatrjáasala upp í Vindáshlíð þar sem fjölskyldur geta gert sér glaðan dag og sagað sér saman jólatré til styrktar starfi Vindáhlíðar. Heitt súkkulaði og létt meðlæti er til sölu á vægu verði. Staðurinn er þá opin frá 11-15.

Tónleikar

Á hverju hausti stendur Vindáshlíð fyrir tónleikum ásamt girnilegu kaffihlaðborði á Holtaveginum til fjáröflunar starfinu. Fjölbreytt úrval af frábæru listafólki ár hvert.

Kaffisala

Sá siður hófst árið 1976 að hefja sumarstarfið með kaffisölu og messu í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð. Þar eru á boðstólnum dýrindis kræsingar á hlaðborði og allir hjartanlega velkomnir. Þá gefst fólki tækifæri til þess að ganga um og skoða staðinn, kíkja í brennóleik og hafa gaman saman.