Upphafssíða2020-08-25T22:31:09+00:00

Vindáshlíð í Kjós er um 45 km frá Reykjavík. Þar er íþróttahús og gott útileiksvæði með leiktækjum og fótboltavelli. Umhverfið býður upp á fjölbreytta útiveru, svo sem gönguferðir upp á Sandfell, að Selárfossi (Brúðarslæðu) og að Pokafossi.

Í íþróttahúsinu eru þythokkí og borðtennisborð og fótboltaspil. Þar má líka mála, leira og búa til skartgripi þegar illa viðrar. Rétt við íþróttahúsið er að finna apabrú og aparólu sem gaman er að sveifla sér og lítinn skógarkofa. [Meira um Vindáshlíð]

Nýjar Hlíðameyjar (5. flokkur, 4 dagur)

10. júlí 2020|

Það var mikið fagnað þegar stúlkurnar gengu inní matsalinn í morgunmat og sáu Cocoa Puffs pakka á borðunum. Þannig er mál með vexti að allar stúlkur í Vindáshlíð vöknuðu sem [...]

Sól og sumarfjör

7. júlí 2020|

Veðrið lék svo sannarlega við okkur á fyrsta degi 5. flokks Vindáshlíðar í dag. 70 stúlkur á aldrinum 9-11 ára mættu í Hlíðina í morgun og komu sér fyrir í [...]

Vindáshlíð – 4. Flokkur – Dagur 6

4. júlí 2020|

Í dag er brottfarardagur. Eftir morgunmat voru stúlkurnar sendar inn á herbergin sín til þess að pakka niður dótinu sínu. Þegar þær höfðu lokið því mikilvæga hlutverki hófst brennókeppni á [...]

Vindáshlíð – 4. Flokkur – Dagur 5

4. júlí 2020|

Í gær var veisludagur. Stelpurnar byrjuðu daginn á morgunmat, fóru svo upp að fána og síðan niður í Bilíulestur. Á Biblíulestri heyrðu þær um mikilvægi fyrigefningar. Úrslitaleikur brennókeppninnar var haldinn [...]

Vindáshlíð – 4.flokkur – Dagur 3

2. júlí 2020|

Í dag var Harry Potter dagur, foringjar í búningum og tilheyrandi skraut á veggjum. Morgunmaturinn var að sjálfsögðu með Harry Potter ívafi og stelpurnar spenntar fyrir deginum. Á Biblíulestri lærðu [...]

Vindáshlíð – 4. flokkur – Dagur 1

1. júlí 2020|

Við komuna í Vindáshlíð fóru stúlkurnar beint inn í matsal þar sem forstöðukonan fór með þeim yfir helstu umgengis og öryggisreglur staðarins ásamt fleiru nytsamlegu. Stúlkunum var síðan skipt niður [...]

Fara efst