Vindáshlíð 13 ágúst – fyrsti dagur

Stelpurnar komu upp í Vindáshlíð í blíðskaparveðri og var stemmningin róleg og góð í rútuferðinni. Þegar inn var komið settust þær í matsalinn þar sem við kynntum starfsfólkið og fórum yfir nokkrar góðar reglur sem gott er að fara eftir…

Lestu áfram

Skapandi stelpur! Lokadagur

Lokadagur flokksins í Vindáshlíð! Stelpurnar sváfu vel og fengu sér morgunmat. Brennómeistarar kepptu á móti foringjum og allar stelpurnar fylgdust með. Foringjar hafa ekki tapað einum leik í sumar og það breyttist ekki í þessum flokk. Svo var haldið áfram…

Lestu áfram

Skapandi stelpur! Dagur 4

Vikan hefur liðið allt of hratt og í gærmorgun þegar við fórum a fætur í Vindáshlíð var Veisludagur runnin upp! Þetta var þriðja nóttin sem stelpurnar höfðu gist í Vindáshlíð og því eru þær stelpur sem voru að koma í…

Lestu áfram

Skapandi stelpur! Dagur 3

Við í Vindáshlíð vöknuðum við glampandi sól í gærmorgun. Stelpurnar hvíldust vel yfir nóttina og mikil ró var í húsinu þegar þær voru vaktar í morgunmat. Eftir morgunmat og fánahyllingu í sólinni buðum við stelpunum uppí Hallgrímskirkju þar sem við…

Lestu áfram

Skapandi stelpur! Dagur 2

Stelpurnar voru heldur betur glaðvaknaðar í gærmorgun og spenntar fyrir fyrsta heila deginum í Vindáshlíð. Eftir morgunmat var fánahylling og svo biblíulestur með forstöðukonu. Þá héldu íþróttakeppnir, föndur og brennóleikir áfram fram að hádegismat. Það var smá sól eftir hádegi…

Lestu áfram

Skapandi stelpur! Dagur 1

63 fjörugar, skemmtilegar og skapandi stelpur komu upp í Vindáshlíð í gærmorgun. Foringjar tóku á móti þeim í matsalnum þar sem farið var sem yfir reglur staðarins og stelpunum skipt niður í 8 herbergi. Í hádegismat fengu þær grjónagrjót áður…

Lestu áfram

Stelpur í stuði! Dagur 4 – Brottfaradagur

Í dag er brottfaradagur og vöknuðu stelpurnar allar snemma og spenntar. Þær fengu cocopuffs í morgunmat þar sem núna hafa þær sofið í 3 nætur í Vindáhlíð og eru því orðnar Hlíðarmeyjar. Eftir morgunmat var farið í fánahyllingu og svo…

Lestu áfram

Stelpur í stuði! Dagur 3

Stelpurnar vöknuðu hressar og spenntar á veisludegi, fengu sér dýrindis morgunmat og fóru í fánahyllingu. Eftir fánahyllinguna var svo haldið á morgunstund þar sem þær fengu að heyra sögu og skrifuðu eitthvað fallegt um hverja aðra. Sólin skein í dag…

Lestu áfram

Stelpur í stuði! Dagur 2

Stelpurnar vökuðu í gær allar hressar og fóru í morgunmat. Eftir morgunmat drifu þær sig svo í fánahylling og héldu svo til baka á morgunstund.  Á morgunstundinni heyrðu þær sögu um þakkarkörfuna og fylltu svo sjálfar körfu að þakkarbænum. Veðrið…

Lestu áfram

Stelpur í stuði! Dagur 1

Sjö hressar stelpur mættu í gærmorgun með rútu upp í Vindáshlíð og tóku foringjar vel á móti þeim. Þeim var raðað í tvö herbergi og fengu kynningu á staðnum. Eftir dýrindis hádegismat var farið í skemmtilegan ratleik um svæðið og…

Lestu áfram